grand20222

Chelsea og Everton - breyttur leiktími

Leikur Chelsea vs Everton í Úrvalsdeildinni sem fram fer á Stamford Bridge laugardaginn 18. mars n.k. hefur verið færður til kl. 17:30 og verður leikurinn sýndur beint SKY SPORTS.

Meistaradeildin og miðakaup

Pantanir vegna miðakaupa á leik Chelsea vs Borussia Dortmund í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þurfa að berast okkur fyrir lok sunnudagsins 29. janúar n.k., staðfestingar- & tryggingargjald, kr. 15.000.- hver miði, greiðist inn á reikning hjá formanni Chelsea-klúbbsins fyrir sama tíma.

Athugið að aðeins þau ykkar sem greiddu árgjald til Chelsea-klúbbsins fyrir 18. desember 2022 njóta forkaupsréttar vegna miðakaupa á þennan leik.

Miðakaup á þennan leik færa kaupendum ... Loyalty punkta.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864-6205

Gianluca Vialli in memoriam- 1964 - 2023

Gianluca Vialli, fyrrum leikmaður og knattspyrnustjóri Chelsea Football Club, er látinn. Vialli hafði barist hetjulega við krabbamein í brisi undanfarin ár en þessi mikli keppnismaður varð að lokum að lúta í lægra haldi í þeirri baráttu, aðeins 58 ára að aldri.

Vialli fæddist í Cremona á Ítalíu 9. júlí 1964 og hóf feril sinn sem atvinnuknattspyrnumaður með heimaliðinu Cremonese hvar frammistaða hans vakti athygli ítalskra stórliða sem varð til þess að Sampdoria fékk kappann til liðs við sig og seinna meir var hann keyptur til Juventus.

Árið 1996 gekk Vialli til liðs við Chelsea Football Club og varð strax ákaflega vinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins enda frábær knattspyrnumaður og mikill persónuleiki þar á ferð.

Þegar Ruud Gullitt var rekinn sem knattspyrnustjóri Chelsea í febrúar 1998 var Vialli ráðinn í hans stað, aðeins 33 ára að aldri og gegndi hann starfi knattspyrnustjóra félagsins ásamt því að leika áfram með liðinu til ársins 1999 en var svo látinn taka poka sinn sem knattspyrnustjóri liðsins í september árið 2000 en þá hafði hann víst „misst klefann" eins og gömul klisja hljóðar.

Eitt síðasta verk Vialli sem knattspyrnustjóri Chelsea var að fá Eið Smára Guðjohnsen til félagsins en það fór þó svo að Eiður náði vart að spila undir stjórn Vialli en væntanlega kann Eiður sem og flestir ef ekki allir stuðningsmenn Chelsea Football Club Vialli bestu þakkir fyrir að hafa fengið Eið til liðs við félagið.

Síðar á ferli sínum stjórnaði Vialli m.a. Watford og varð svo aðstoðarmaður góðvinar síns, Roberto Mancini, er þjálfaði á þeim tíma ítalska landsliðið sem þeir gerðu að Evrópumeisturum landsliða sumarið 2020.

Á ferli sínum sem leikmaður Chelsea lék Vialli 88 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 40 mörk, á þeim 19 mánuðum sem hann starfaði sem knattspyrnustjóri Chelsea vann félagið til 5 sigurlauna sem gerir Vialli að öðrum sigursælasta knattspyrnustjóra í sögu Chelsea Football Club, aðeins José Mourinho hefur fært félaginu fleiri sigurlaun sem knattspyrnustjóri félagsins.

Gianluca Vialli mun ávallt eiga stað í hjörtum stuðningsmanna Chelsea Football Club og mun minning hans lifa svo lengi sem knattspyrna verður leikin í nafni félagsins.

Hvíl í friði „Maestro", takk fyrir allt og allt.

Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.

Meistaradeildin 2023 - forkaupsréttur ofl.

Okkur hafa nú borist upplýsingar frá höfuðstöðvunum í London varðandi miðapantanir á leik Borussia Dortmund vs Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram á heimavelli Borussia Dortmund, Westfalenstadion (Signal Iduna Park), þann 15. febrúar 2023.

Forkaupsréttur okkar á miðum á leikinn er mjög skammur eða til kl. 10:00 mánudaginn 9. janúar n.k.

Af öryggisástæðum (!) fáum við eingöngu miða í stæði á vellinum og er grunnverð hvers miða því í lægri kantinum eða GBP 16,74

Umsækjendur um miða á leikinn þurfa að fylla út ákveðin ferðaskjöl áður en umsóknir verða sendar Chelsea Football Club og verða þau send viðkomandi þegar staðfestingar- & tryggingargjald, kr. 5.000.- hver miði, hefur verið greitt inn á reikning hjá formanni Chelsea-klúbbsins, mismunur svo endurgreiddur þegar að endanlegt verð liggur fyrir.

Athugið að aðeins þeir félagsmenn er gengu frá endurnýjun/skráningu og greiddu árgjaldið fyrir 18. desember 2022 koma til greina í forkaupsrétti okkar.

Eingöngu er tekið við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864-6205.

Chelsea varningur

Hér eru nokkrar ábendingar um skemmtilegan varning í skóinn, í jólapakkann, sem afmælisgjafir o.s.frv. Sérstakur afsláttur í desember auk þess sem íslensk Chelsea-barmmerki fylgja ókeypis hverri pöntun. Þá fara nöfn þeirra er panta einhvern af eftirtöldum varningi og greiða fyrir lok desember í happdrættispott og hlýtur einn heppinn kaupandi glaðning frá Gleðipinnum.

Staðan í Tippleiknum fyrir hlé vegna HM

Nú þegar brostið er á alllangt hlé í Tippleik Chelsea.is vegna HM í knattspyrnu er ekki úr vegi að fara yfir stöðuna eins og hún er í dag og svo úrslit hvers mánaðar fram að þessu. Leikir sem telja til þessa í Tippleiknum eru nú orðnir tuttugu og einn en þess skal getið að ekki verða fleiri leikir í nóvembermánuði í Tippleiknum og úrslit nóvembermánaðar því ljós, þá nær væntanlegur leikjafjöldi í desember ekki þeim lágmarksfjölda sem til þarf vegna verðlauna fyrir þann mánuð en skor í desember telur þó í heildarskori keppnistímabilsins.

FA Cup, þriðja umferð

Dregið var til þriðju umferðar ensku bikarkeppninnar rétt í þessu og mætir Chelsea liði Manchester City og fer leikurinn fram á Etihad Stadium í Manchester sunnudaginn 8. janúar 2023 og hefst hann kl. 16:39