Cadbury vefbordi 600x150px

Hugleiðingar inn að næsta tímabili

Kai Havertz og Marc Cucurella eru sagðir meðal 12 leikmanna Chelsea sem eru til sölu í sumar þegar Mauricio Pochettino tekur við.

Pochettino hefur samið við Chelsea til tveggja ára með möguleika á auka ári eftir að okkar ástsæli Frank Lampard, sem kom félaginu til aðstoðar eftir að sérfræðingurinn hr. Boyle tók við. Boyle hefur reyndar lofað að minnka hlutdeild sína í frekari samskiptum við búningsherbergið. Vonandi er hann ekki að halda því hátterni áfram. Þá væri ég frekar til í að John okkar Terry tæki við því hlutverki með Diego Costa með handklæði og hnút. Engin köld böð eða nudd.

Aubameyang gæti snúið aftur til Barcelona fyrir mun minna en 12 milljónir punda sem Chelsea greiddi Katalónunum fyrir að fá hann síðasta sumar.

Edouard Mendy, Christian Pulisic, Ruben Loftus-Cheek og Hakim Ziyech er einnig frjálst að fara en Mateo Kovacic, Marc Cucurella og Kai Havertz gætu um leið farið.
Farið hefur fé betra ef ég má taka þannig til orða.

Cesar Azpilicueta gæti einnig farið eftir meira en áratug hjá Chelsea en það er ákveðin pattstaða við Mason Mount vegna framlengingar á samningsákvæðum sem gæti orðið til þess að hann yfirgefi Stamford Bridge, þó að fregnir bendi til þess að Pochettino vilji að enska landsliðið verði áfram.
Nú er að vona, að nýr stjóri verði ekki rekinn áður en hann tekur við störfum.

Undirritaður er mjög skeptískur á þessar hrókeringar sl. 3 ár. Ekki gott, en gæti alla vega ekki versnað.

Kristján Þór Árnason Helguson

Ritari Chelsea klúbbsins á Íslandi

Chelsea Women, stolt Chelsea Football Club

Það eru engar ýkjur að kvennalið Chelsea Football Club er stolt félagsins um þessar mundir, þvílíkar afrekskonur!
Í dag tryggðu þær sér Englandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð með sigri á Reading á útivelli, lokatölur 0-3 hvar tvö mörk frá Sam Kerr og eitt frá Guro Reiten innsigluðu titilinn og var það vel við hæfi enda hafa þær stöllurnar farið á kostum á keppnistímabilinu.

Englandsmeistarar 2022-2023

Og fyrir 13 dögum urðu Chelsea Women enskir bikarmeistarar þriðja árið í röð er þær unnu Manchester United Women 1-0 í úrslitaleik á Wembley leikvanginum að viðstöddum tæplega 80 þúsund áhorfendum sem er sjötta mesta aðsókn í sögu kvennaknattspyrnunnar og erum við þá að tala um á heimsvísu.

Bikarmeistarar 2023
Í mars síðastliðnum léku Chelsea Women til úrslita í ensku deildarbikarkeppninni en urðu að lúta í lægra haldi í leik þar sem þær náðu sér aldrei á strik.
Og í Meistaradeild Evrópu náði liðið alla leið í undanúrslit en töpuðu með minnsta mun fyrir Barcelona en þess má geta að með jafntefli liðanna á Camp Nou var 80 leikja samfelld sigurganga heimaliðsins stöðvuð!
Já, Emma Hayes og stúlkurnar hennar í liði Chelsea Women eiga allt hrós skilið, hvílíkt knattspyrnulið!
Innilegar hamingjuóskir Chelsea Women með frábært keppnistímabil.
Stjórnin.

Vorhappdrætti Chelsea klúbbsins 2023

Vorhappdrætti Chelsea-klúbbsins á Íslandi er að bresta á, sama gamla góða fyrirkomulagið, fyrir hvern fimm hundruðkall sem þú leggur inn á reikning Chelsea-klúbbsins færðu nafn þitt skráð einu sinni í happdrættispottinn góða en að sjálfsögðu er þér heimilt að reiða eins marga fimm hundruðkalla af hendi og þér lystir, t.d. færðu nafnið þitt skráð einu sinni ef þú greiðir kr. 500.-, fimm sinnum ef þú greiðir kr. 2500.-, tíu sinnum ef þú greiðir kr. 5.000.- o.s.frv.

Reikningsnúmer klúbbsins er 0133-15-200166, kt. 690802-3840, vinsamlegast tilgreinið HAPPDRÆTTI í skýring greiðslu/tilvísun og kennitölu ykkar í GREIÐANDI.

Veglegir vinningar að vanda og gefendum vinninga fjölgar bara, á meðal þeirra má nefna:

AVIS bílaleiga, Chelsea-klúbburinn á Íslandi, Dekkjahöllin, Fiskbúðin Hafberg, Hársnyrtistofan Dalbraut 1, Keiluhöllin, Kjötsmiðjan, Lemon, Myllan, OJK-ÍSAM, Rikki Chan, Shake & Pizza o.fl. o.fl.

Nánari vinningaskrá verður svo kynnt af og til fram að drætti en dregið verður í happdrættinu á félagsfundi sem væntanlega verður haldinn í Ölveri laugardaginn 10. júní, þ.e. fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu.

Upplýsingar varðandi fundarefni og fundartíma verða kynntar síðar.

Ekki flókið, allir að taka þátt, margt smátt gerir eitt stórt!

Meistarakveðja,

Stjórnin.

Kjör á leikmanni ársins 2022/23

Stjórn Chelsea-klúbbsins vekur athygli ykkar á að í dag var opnað á heimasíðu Chelsea Football Club, www.chelseafc.com

Krækja á val leikmanns ársins fyrir kjör á leikmanni leiktímabilsins 2022-2023, bæði hjá karla- og kvennaliði félagsins.


Einnig er hægt að kjósa mark tímabilsins, nær það kjör einnig til yngri liða félagsins.

Opið er fyrir þátttöku í kjörinu kl. 23:00 miðvikudaginn 24. maí n.k.

Meistarakveðja,

Stjórnin.

Vináttuleikur - Chelsea vs Bayern Munchen

Vert er að vekja athygli á frétt á heimasíðu Chelsea Football Club um vináttuleik sem er fyrirhugaður á Stamford Bridge laugardaginn 9. september n.k. á milli Chelsea og Bayern Munchen.

Vorum að fá tilkynningu frá höfuðstöðvunum um að félagsmenn okkar hafi forkaupsrétt á miðum á þennan leik (sjá að neðan) til kl. 11:00 föstudaginn 5. maí n.k.

Grunnverð miða er GBP 35.- fyrir fullorðna (20 – 64 ára), GBP 17,50 fyrir börn og unglinga (19 ára og yngri) og GBP 17,50 fyrir 65 ára og eldri.

Tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Nánari upplýsingar má fá í síma 864-6205


Heimsækið www.chelseafc.com og smellið á Latest - News og svo á: Legends of Europe ticket details confirmed as Zola joins the team

Vorhappdrætti 2023 - Veglegir vinningar

Það er komið vor (reyndar sumar) og vorhappdrætti Chelsea-klúbbsins á Íslandi að bresta á, sama gamla góða fyrirkomulagið, fyrir hvern fimm hundruðkall sem þú leggur inn á reikning Chelsea-klúbbsins færðu nafn þitt skráð einu sinni í happdrættispottinn góða en að sjálfsögðu er þér heimilt að reiða eins marga fimm hundruðkalla af hendi og þér lystir, t.d. færðu nafnið þitt skráð einu sinni ef þú greiðir kr. 500.-, fimm sinnum ef þú greiðir kr. 2500.-, tíu sinnum ef þú greiðir kr. 5.000.- o.s.frv.

Reikningsnúmer klúbbsins er 0133-15-200166, kt. 690802-3840, vinsamlegast tilgreinið HAPPDRÆTTI í skýring greiðslu/tilvísun og kennitölu ykkar í GREIÐANDI.

Veglegir vinningar að vanda, meðal gefenda vinninga má nefna AVIS bílaleiga, Chelsea-klúbburinn á Íslandi, Dekkjahöllin, Fiskbúðin Hafberg, Hársnyrtistofan Dalbraut 1, Keiluhöllin, Kjötsmiðjan, Lemon, Myllan, OJK-ÍSAM, Rikki Chan, Shake & Pizza o.fl. o.fl.

Nánari vinningaskrá verður svo kynnt af og til fram að drætti en dregið verður í happdrættinu á félagsfundi sem væntanlega verður haldinn í Ölveri laugardaginn 10. júní, þ.e. fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu.

Upplýsingar varðandi fundarefni og fundartíma verða kynntar síðar.

Ekki flókið, allir að taka þátt, margt smátt gerir eitt stórt!

Meistarakveðja,

Stjórnin.

Chelsea USA túr 2023

Chelsea Football Club mun hefja undirbúning fyrir keppnistímabilið 2023-2024 með nokkrum leikjum í Bandaríkjunum dagana 19. júlí – 3. ágúst n.k. og verða andstæðingarnir lið úr ensku úrvalsdeildinni, þýsku deildinni auk Wrexham sem nýlega tryggði sér sæti í League 2 (gamla fjórða deildin) með því að vinna National League í Englandi.

Wrexham, sem reyndar er staðsett í Wales, er í eigu leikarana Ryan Reynolds og Rob McElhenney og hefur aðkoma þeirra að Wrexham FC vakið mikla athygli í knattspyrnuheiminum.

Aðrir andstæðingar Chelsea í þessum túr um austurströnd Banadaríkjanna verða Brighton & Hove Albion, Fulham, Newcastle United og Borussia Dortmund.

Leikirnir fara fram í borgum á austurströnd Bandaríkjanna auk Chicago og verða sem hér segir:

  • 19. júlí – Chelsea v Wrexham – Chapel Hill, ekki er vitað um leiktíma enn sem komið er.
  • 22. júlí – Chelsea v Brighton – Philadelphia, leikurinn hefst kl. 23:00 að íslenskum tíma.
  • 27. júlí – Chelsea v Newcastle – Atlanta, leikurinn hefst kl. 00:15 að íslenskum tíma.
  • 30. júlí – Chelsea v Fulham – Landover, leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma.
  • 2. ágúst - Borussia Dortmund v Chelsea - Chicago,

Miðasala á þessa leiki hófst nú í morgun og má nálgast miða á heimasíðu Chelsea Football Club, www.chelseafc.com 

Leikirnir verða sýndir beint á The 5th Stand app og væntanlega á einhverjum bandarískum sjónvarpsstöðvum að auki.

Meistarakveðja,


Stjórnin.