Cadbury vefbordi 600x150px

Kaupin á Chelsea ganga í gegn

Bresk stjórn­völd hafa samþykkt að veita fjár­festa­hópi sem Banda­ríkjamaður­inn Todd Boehly er í for­svari fyr­ir leyfi fyr­ir kaup­um á enska knatt­spyrnu­fé­lag­inu Chel­sea. Áður var enska úr­vals­deild­in búin að veita samþykki sitt og geta því 4,25 millj­arða punda kaup fjár­festa­hóps­ins gengið í gegn.

„Seint í gær­kvöldi komst breska rík­is­stjórn­in að þeirri niður­stöðu að henni væri unnt að veita leyfi fyr­ir söl­unni á Chel­sea," sagði talsmaður rík­is­stjórn­ar­inn­ar í morg­un.

Vegna refsiaðgerða breskra stjórn­valda í garð rúss­neska auðkýf­ings­ins Rom­ans Abramovich í tengsl­um við inn­rás Rúss­lands í Úkraínu, þar sem Abramovich er sagður ná­inn Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta, vildi breska rík­is­stjórn­in ganga úr skugga um að Abramovich myndi ekk­ert hagn­ast á söl­unni.

Stóð hníf­ur­inn í kúnni um nokk­urt skeið vegna þessa en bresk stjórn­völd una nú þeim aðgerðum sem hafa verið sett­ar á fót og sjá til þess að all­ur hagnaður sem hefði runnið í vasa Abramovich verði þess í stað lagður inn á fryst­an banka­reikn­ing, þaðan sem öll upp­hæðin mun renna til góðgerðar­mála.