Cadbury vefbordi 600x150px

Félagfundur, happdrætti og uppgjör á Tippleik

Það var góður hópur sem fagnaði saman á félagsfundi klúbbsins þann 28. maí á Ölveri. Þar fór fram útdráttur í Vorhappdrætti klúbbsins og að venju voru veglegir vinningar sem fóru út til fjölmargra. Þátttaka í happdrættinu var með besta móti og þökkum við öllum þeim sem þátt tóku og lögðu klúbbnum lið við að halda áfram að styrkja góð málefni. Jafnframt eru gefendum vinninga færðar bestu þakkir.

Úrslit Tippleiksins voru kunngjörð og var auk þess einn dreginn út af handahófi sem þátt tóku. Sigurvegari Tippleiksins var Birgir Ottó Hillers með 99 stig en mjótt var í annað sætið en það hlaut Arnór Hillers með 98 stig. Víðir Ragnarsson kom svo sterkur inn í þriðja sætið með 89 stig. Að lokum var það Brynjar Kvaran sem sigraði slembiúrtakið. 

Látum þennan pistil ljúka með heppnum vinningshöfum sem tóku við vinningum sínum.

ingvar

 

vinning1

 

vinnn3