Cadbury vefbordi 600x150px

Lukaku í framlínu frétta

Romelu Lukaku gæti gengið aft­ur í raðir In­ter Mílanó í sum­ar frá Chel­sea. Enska fé­lagið keypti Belgann af In­ter á 97,5 millj­ón­ir síðasta sum­ar.

Lukaku átti erfitt tíma­bil með Chel­sea og olli nokkr­um von­brigðum. Hann viður­kenndi í viðtali við Sky á Ítal­íu í des­em­ber að hann væri til í að snúa aft­ur til In­ter.

Sky grein­ir frá því að In­ter geti ekki boðið Chel­sea neitt í lík­ingu við þá upp­hæð sem enska fé­lagið greiddi fyr­ir belg­íska fram­herj­ann. Þrátt fyr­ir mun teymi Lukaku funda með In­ter í vik­unni.