Cadbury vefbordi 600x150px

Nýtt starfsár hafið

Í dag hefst formlega nýtt starfsár Chelsea-klúbbsins á Íslandi, það tuttugusta- og sjötta í röðinni frá því er Chelsea-klúbburinn var stofnaður.

Nýliðið starfsár var um margt einkennilegt, skiptust þar á skin og skúrir, aðallega þó hjá móðurfélaginu, svo ekki sé fastar að orði kveðið en við munum gera liðnu starfsári nánari skil á aðalfundi Chelsea-klúbbsins á komandi haustmánuðum.

Á næstu vikum og mánuðum munu störf stjórnarmanna væntanlega einkennast af umsjón með endurnýjun félagsaðildar, bæði klúbbsins sem slíks gagnvart Chelsea Football Club og þá ekki síður félagsmanna Chelsea-klúbbsins, jafnframt að taka við nýskráningum í klúbbinn og koma þeim til skila til móðurfélagsins og síðast, en ekki síst, að aðstoða félagsmenn við kaup á miðum á fyrstu leiki Chelsea á komandi keppnistímabili en leikjaskrá vegna 2022-2023 keppnistímabilsins verður opinberuð fimmtudaginn 16. júní n.k.

Stjórn Chelsea-klúbbsins þakkar félagsmönnum, samstarfs- & styrktaraðilum og öðrum velunnurum Chelsea-klúbbsins samfylgdina á nýliðnu starfsári með von um ánægjulegt og árangursríkt framhald á nýju starfsári.

Meistarakveðja,

Stjórnin.