Keppnistímabilið 2022 - 2023, leikjaniðurröðun í Úrvalsdeildinni

Í fyrstu umferðinni mætir Chelsea liði Everton og fer leikur liðanna fram á Goodison Park, síðasta umferðin fer svo fram sunnudaginn 28. maí 2023 og mætir Chelsea þá liði Newcastle United á Stamford Bridge.
Gert verður hlé á keppni í Úrvalsdeildinni dagana 14. nóvember – 25. desember vegna HM í knattspyrnu en keppni í Úrvalsdeildinni hefst að nýju á öðrum degi jóla 2022.
Við munum birta leikjaskrá Chelsea í Úrvalsdeildinni í heild sinni á Chelsea.is (Chelsea FC – Allir leikir og úrslit) með þeim fyrirvörum sem ávallt eru í upphafi keppnistímabils.
Chelsea Women hefja svo titilvörn sína helgina 9-11. september n.k. en leikjaniðurröðun hjá liðinu verður birt um miðjan júlí, keppni í WSL lýkur svo laugardaginn 27. maí 2023.