Cadbury vefbordi 600x150px

Hudson-Odoi á leið til Bayern Leverkusen

Þýska knatt­spyrnu­fé­lagið Bayer Le­verku­sen hef­ur samþykkt að fá væng­mann­inn Call­um Hudson-Odoi á láni frá Chel­sea út þetta tíma­bil.

Til stend­ur að Hudson-Odoi fljúgi til Þýska­lands í dag til að gang­ast und­ir lækn­is­skoðun.

Hudson-Odoi hef­ur lítið spilað með Chel­sea að und­an­förnu og hef­ur hann komið við sögu í 15 deild­ar­leikj­um fyr­ir Lund­únarliðið á síðustu leiktíð og skoraði í þeim eitt mark og lagði upp tvö til viðbót­ar.

Þá er ann­ar leikmaður Chel­sea, Et­h­an Ampadu, einnig bú­inn að semja um að fara á láni út tíma­bilið en hann er á leið til Spezia þar sem hann mun hitta fyr­ir ís­lensk­an landsliðsmann, Mika­el Egil Ell­erts­son, sem er á mála hjá ít­alska fé­lag­inu.