Cadbury vefbordi 600x150px

Forkaupsréttur á miðum á leik Chelsea vs AC Milan

Forkaupsréttur okkar á miðum á leik Chelsea vs AC Milan í riðlakeppni Meistaradeildarinnar liggur nú fyrir og er hann MJÖG skammur eða til kl. 14:00 föstudaginn 2. septembers n.k.

Leikur liðanna fer fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 5. október og færir miðakaupendum 5 Loyalty punkta.

Forkaupsréttur okkar á miðum á leik Chelsea vs Dinamo Zagreb, sem fram fer á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 2. nóvember, er til kl. 14:00 sunnudaginn 25. september, þessi leikur færir miðakaupendum einnig 5 Loyalty punkta.

 

Miðar á útileikinn gegn Dinamo Zagreb standa okkur hins vegar ekki til boða í forkaupsrétti!

Grunnverð miða á leikina á Stamford Bridge er GBP 70.- í Westview, í aðrar stúkur er það GBP 35.- með þeirri undantekningu að börn, unglingar og ellilífeyrisþegar greiða GBP 15,50 í East Lower Family Centre en GBP 17,50 í aðrar stúkur að Westview undanskilinni.

Eingöngu er tekið við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.