grand20222

Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi 2022

Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi 2022 fer fram í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 1. október n.k. og hefst kl. 12:30.

Auk lögboðinnar dagskrár aðalfundar félagsins verður m.a. tilnefning heiðursfélaga og dregið verður í happdrætti Chelsea-klúbbsins, venju samkvæmt.

Að fundi loknum verður svo fylgst með leik Crystal Palace vs Chelsea í Úrvalsdeildinni í beinni útsendingu frá Selhurst Park en leikur liðanna hefst kl. 14:00.

Líkt og áður verða veitingar í boði Chelsea-klúbbsins á staðnum og til að auðvelda okkur sem og starfsmönnum Grand Hótels Reykjavíkur að áætla umfang veitinga viljum við biðja þá félagsmenn er hyggja á mætingu að senda okkur tölvupóst þar um á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi fimmtudaginn 29. september n.k.

Athugið að eingöngu þeir félagsmenn sem greitt hafa árgjald til klúbbsins fyrir aðalfund er heimil þátttaka í fundinum.

Í 11. grein laga Chelsea-klúbbsins segir m.a.:

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

a) Kosning fundarstjóra.

b) Skýrsla stjórnar vegna nýliðins starfsárs.

c) Reikningar félagsins vegna nýliðins reikningsárs.

d) Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.

e) Lagabreytingar.

f) Kosning formanns.

g) Kosning fjögurra stjórnarmanna.

h) Kosning tveggja endurskoðenda.

i) Kosning í laganefnd (Fundarheimur kýs tvo aðila í laganefnd og stjórn félagsins tilnefnir þann þriðja sem jafnframt skal vera formaður nefndarinnar).

j) Önnur mál.