grand20222

Chelsea Ladies - 16 liða úrslit Meistaradeildar

Í morgun var dregið í riðla í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu hjá kvenfólkinu og það verður að segja eins og er að Chelsea Women lentu í hörkuriðli en andstæðingar þeirra verða lið Paris Saint-German, Real Madrid og Vllaznia frá Albaníu. Bæði PSG og Real Madrid eru gríðarlega sterk en lið Vllaznia ætti ekki að vera mikil fyrirstaða.

Leikdagar og leiktímar hafa nú verið ákveðnir og eru leikir Chelsea Women sem hér segir:

  • Fimmtudagur 20. október kl. 19:00 - PSG vs Chelsea Women.
  • Miðvikudagur 26. október kl. 19:00 - Chelsea Women vs Vllaznia
  • Miðvikudagur 23. nóvember kl. 20:00 – Chelsea Women vs Real Madrid
  • Fimmtudagur 8. desember kl. 20:00 – Real Madrid vs Chelsea Women
  • Föstudagur 16. desember kl. 17:45 – Vllaznia vs Chelsea Women
  • Fimmtudagur 22. desember kl. 20:00 – Chelsea Women vs PSG