Cadbury Mini Eggs vefbordi 600x150px

Staðan í Tippleiknum fyrir hlé vegna HM

Nú þegar brostið er á alllangt hlé í Tippleik Chelsea.is vegna HM í knattspyrnu er ekki úr vegi að fara yfir stöðuna eins og hún er í dag og svo úrslit hvers mánaðar fram að þessu. Leikir sem telja til þessa í Tippleiknum eru nú orðnir tuttugu og einn en þess skal getið að ekki verða fleiri leikir í nóvembermánuði í Tippleiknum og úrslit nóvembermánaðar því ljós, þá nær væntanlegur leikjafjöldi í desember ekki þeim lágmarksfjölda sem til þarf vegna verðlauna fyrir þann mánuð en skor í desember telur þó í heildarskori keppnistímabilsins.

Sigurvegarar hvers mánaðar hingað til eru:

Ágúst:

  • Birgir Ottó Hillers
  • Ingi Þór Þórhallsson
  • Stefán Hallur Ellertsson

(þrír Tipplingar efstir og jafnir).

September: Edda Guðmundsdóttir

Október: Karl H Hillers

Nóvember: Edda Guðmundsdóttir.

Efstur í Tippleiknum um þessar mundir er Stefán Hallur Ellertsson með 33 stig, Jóhannes Elíasson og Karl H Hillers koma svo jafnir þar á eftir með 31 stig hvor og Edda er með 29 stig.