Cadbury Mini Eggs vefbordi 600x150px

Liverpool og leiktímar í apríl

Leikur Chelsea vs Liverpool í Úrvalsdeildinni sem fram átti að fara á Stamford Bridge í september 2022 en var frestað vegna andláts Bretadrottningar hefur nú verið settur á þriðjudagskvöldið 4. apríl n.k. og hefst hann kl. 19:00 og verður leikurinn sýndur beint SKY SPORTS.

Þá hafa nokkrir leikja Chelsea í apríl verið færðir til vegna sjónvarpsútsendinga:

Chelsea vs Aston Villa, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn 1. apríl og hefst kl. 16:30, sýndur beint á SKY SPORTS.

Manchester United vs Chelsea, fer fram á Old Trafford laugardaginn 22. apríl og hefst kl. 16:30, sýndur beint á SKY SPORTS (þessi leikur verður færður til sunnudagsins 23. apríl kl. 13:00 ef svo fer að Manchester United eigi leik í Evrópudeildinni eða FA Cup í vikunni áður).

Chelsea vs Brentford, fer fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 26. apríl og hefst kl. 18:45, sýndur beint á BT Sport.

Arsenal vs Chelsea, fer fram á Emirates Stadium og hefst kl. 16:30, sýndur beint á SKY SPORTS.