Cadbury vefbordi 600x150px

Meistaradeild Evrópu, Chelsea vs Real Madrid

Forkaupsréttur okkar á miðum á leik Chelsea vs Real Madrid er mjög skammur eða til kl. 12:00 á morgun, þriðjudaginn 21. mars 2023.

Eingöngu þeir félagsmenn sem ráða yfir 10 Loyalty punktum eiga möguleika á miðum í forkaupsréttinum en þar sem þessi leikur verður nánast örugglega „Oversubscribed", þ.e. eftirspurn meiri en framboð, getum við ekki ábyrgst að fá alla þá miða sem við óskum eftir.

Því ráðleggjum við þeim sem senda inn pantanir á miðum á leikinn að taka forfallatryggingu og/eða fría afbókun varðandi flug og hótelgistingu.

Tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , tilgreina þarf í hvaða stúku óskað er eftir sætum í, bæði valkost #1 sem og valkost # 2 til vara, þá þarf að geiða staðfestingar- & tryggingargjald, kr. 15.000.- hver miði, inn á reikning hjá formanni Chelsea-klúbbsins, allt þetta þarf að gerast fyrir kl.12:00 á morgun.

Bankareikningur 0117-26-1244, kt. 140854-4259.

Full endurgreiðsla á miðum í þeim tilfellum sem Chelsea hafnar beiðni, annars endurgreiddur mismunur á staðfestingar- & tryggingargjaldinu og endanlegu verði miðanna.