Cadbury vefbordi 600x150px

Chelsea USA túr 2023

Chelsea Football Club mun hefja undirbúning fyrir keppnistímabilið 2023-2024 með nokkrum leikjum í Bandaríkjunum dagana 19. júlí – 3. ágúst n.k. og verða andstæðingarnir lið úr ensku úrvalsdeildinni, þýsku deildinni auk Wrexham sem nýlega tryggði sér sæti í League 2 (gamla fjórða deildin) með því að vinna National League í Englandi.

Wrexham, sem reyndar er staðsett í Wales, er í eigu leikarana Ryan Reynolds og Rob McElhenney og hefur aðkoma þeirra að Wrexham FC vakið mikla athygli í knattspyrnuheiminum.

Aðrir andstæðingar Chelsea í þessum túr um austurströnd Banadaríkjanna verða Brighton & Hove Albion, Fulham, Newcastle United og Borussia Dortmund.

Leikirnir fara fram í borgum á austurströnd Bandaríkjanna auk Chicago og verða sem hér segir:

  • 19. júlí – Chelsea v Wrexham – Chapel Hill, ekki er vitað um leiktíma enn sem komið er.
  • 22. júlí – Chelsea v Brighton – Philadelphia, leikurinn hefst kl. 23:00 að íslenskum tíma.
  • 27. júlí – Chelsea v Newcastle – Atlanta, leikurinn hefst kl. 00:15 að íslenskum tíma.
  • 30. júlí – Chelsea v Fulham – Landover, leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma.
  • 2. ágúst - Borussia Dortmund v Chelsea - Chicago,

Miðasala á þessa leiki hófst nú í morgun og má nálgast miða á heimasíðu Chelsea Football Club, www.chelseafc.com 

Leikirnir verða sýndir beint á The 5th Stand app og væntanlega á einhverjum bandarískum sjónvarpsstöðvum að auki.

Meistarakveðja,


Stjórnin.