Cadbury vefbordi 600x150px

Vorhappdrætti 2023 - Veglegir vinningar

Það er komið vor (reyndar sumar) og vorhappdrætti Chelsea-klúbbsins á Íslandi að bresta á, sama gamla góða fyrirkomulagið, fyrir hvern fimm hundruðkall sem þú leggur inn á reikning Chelsea-klúbbsins færðu nafn þitt skráð einu sinni í happdrættispottinn góða en að sjálfsögðu er þér heimilt að reiða eins marga fimm hundruðkalla af hendi og þér lystir, t.d. færðu nafnið þitt skráð einu sinni ef þú greiðir kr. 500.-, fimm sinnum ef þú greiðir kr. 2500.-, tíu sinnum ef þú greiðir kr. 5.000.- o.s.frv.

Reikningsnúmer klúbbsins er 0133-15-200166, kt. 690802-3840, vinsamlegast tilgreinið HAPPDRÆTTI í skýring greiðslu/tilvísun og kennitölu ykkar í GREIÐANDI.

Veglegir vinningar að vanda, meðal gefenda vinninga má nefna AVIS bílaleiga, Chelsea-klúbburinn á Íslandi, Dekkjahöllin, Fiskbúðin Hafberg, Hársnyrtistofan Dalbraut 1, Keiluhöllin, Kjötsmiðjan, Lemon, Myllan, OJK-ÍSAM, Rikki Chan, Shake & Pizza o.fl. o.fl.

Nánari vinningaskrá verður svo kynnt af og til fram að drætti en dregið verður í happdrættinu á félagsfundi sem væntanlega verður haldinn í Ölveri laugardaginn 10. júní, þ.e. fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu.

Upplýsingar varðandi fundarefni og fundartíma verða kynntar síðar.

Ekki flókið, allir að taka þátt, margt smátt gerir eitt stórt!

Meistarakveðja,

Stjórnin.