Vorhappdrætti 2023 - Veglegir vinningar

Reikningsnúmer klúbbsins er 0133-15-200166, kt. 690802-3840, vinsamlegast tilgreinið HAPPDRÆTTI í skýring greiðslu/tilvísun og kennitölu ykkar í GREIÐANDI.
Veglegir vinningar að vanda, meðal gefenda vinninga má nefna AVIS bílaleiga, Chelsea-klúbburinn á Íslandi, Dekkjahöllin, Fiskbúðin Hafberg, Hársnyrtistofan Dalbraut 1, Keiluhöllin, Kjötsmiðjan, Lemon, Myllan, OJK-ÍSAM, Rikki Chan, Shake & Pizza o.fl. o.fl.
Nánari vinningaskrá verður svo kynnt af og til fram að drætti en dregið verður í happdrættinu á félagsfundi sem væntanlega verður haldinn í Ölveri laugardaginn 10. júní, þ.e. fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu.
Upplýsingar varðandi fundarefni og fundartíma verða kynntar síðar.
Ekki flókið, allir að taka þátt, margt smátt gerir eitt stórt!
Meistarakveðja,
Stjórnin.