Dregið var til þriðju umferðar ensku bikarkeppninnar rétt í þessu og mætir Chelsea liði Manchester City og fer leikurinn fram á Etihad Stadium í Manchester sunnudaginn 8. janúar 2023 og hefst hann kl. 16:39
Dregið var til þriðju umferðar ensku bikarkeppninnar rétt í þessu og mætir Chelsea liði Manchester City og fer leikurinn fram á Etihad Stadium í Manchester sunnudaginn 8. janúar 2023 og hefst hann kl. 16:39
Leikur Fulham vs Chelsea hefur nú verið settur á fimmtudagskvöldið 12. janúar n.k. en þessum leik var frestað á sínum tíma vegna andláts Elísabetar Englandsdrottningar. Leikurinn, sem fer fram á Craven Cottage og hefst kl. 20:00, verður sýndur beint á BT Sport.
Leikur Chelsea vs Crystal Palace í Úrvalsdeildinni sem fyrirhugaður var laugardaginn 14. janúar hefur því verið færður til sunnudagsins 15. janúar og hefst hann kl. 14:00, ekki er vitað um beina útsendingu í sjónvarpi frá þeim leik að svo stöddu.
Okkar maður Sölvi var að gefa út þessa ljómandi fallegu bók! Eilífð í sjónmáli heitir hún og segir frá ferðalagi til Nepal fyrir 10 árum en inn í ferðasöguna flétta ég ýmsu efni og dreg upp alls konar samanburð við aðstæður hér heima. Þetta var ótrúlegt reisa um borgir og fjöll, en í Nepal eru 9 af 10 hæstu fjöllum í heimi.
Bókin er 146 bls., glæsilega hönnuð af Emil H. Valgeirssyni og ríkulega myndskreytt.
Hún kostar 3800 kr. og hægt er að panta hana í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Chelsea tryggði sér í gærkvöldi sigur í E-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta með sigri á Red Bull Salzburg frá Austurríki.
Leiknum lauk með 2:1-sigri Chelsea og er það alls ekki heiglum hent að fara með sigur af hólmi á Red Bull-vellinum í Arena.
Red Bull Salzburg hafði nefnilega leikið 40 heimaleiki í röð í öllum keppnum í röð án þess að tapa.
Chelsea gæti verið að missa á annan tug leikmanna í sex vikur á meðan á mótinu í Quatar stendur. Þrátt fyrir að leikmenn hafi ekki enn verið staðfestir af landsliðsþjálfurum liðanna eru eftirfarandi leikmenn Chelsea í sigtinu fyrir sínar þjóðir á HM.
Þetta er nokkuð sem að við vonum að hafi ekki of mikil áhrif á liðið en HM í Quatar er mjög umdeilt og furða þykir víðar en menn vilja viðurkenna hvernig í ósköpunum mótið er á þessum árstíma og hvar. Segjum ekki meira.
Í morgun var dregið í riðla í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu hjá kvenfólkinu og það verður að segja eins og er að Chelsea Women lentu í hörkuriðli en andstæðingar þeirra verða lið Paris Saint-German, Real Madrid og Vllaznia frá Albaníu. Bæði PSG og Real Madrid eru gríðarlega sterk en lið Vllaznia ætti ekki að vera mikil fyrirstaða.
Leikdagar og leiktímar hafa nú verið ákveðnir og eru leikir Chelsea Women sem hér segir: