Cadbury Mini Eggs vefbordi 600x150px

Vel heppnuð afmælishátíð með styrktaraðilum, starfsmönnum og fyrrum stjórnarmönnum

Í tilefni af 25 ára afmæli Chelsea klúbbsins á Íslandi þann 16. mars sl. bauð stjórn klúbbsins til móttöku á Grand Hótel Reykjavík föstudagskvöldið 18. mars, komu boðsgestir úr röðum samtarfs- og styrktaraðila klúbbsins undanfarin 25 ár, fyrrum stjórnarmanna klúbbsins og starfsmönnum hans auk velgjörðarmanna, einnig var heiðurs- & stofnfélögum Chelsea klúbbsins boðið til móttökurnar.

Sérstakur heiðursgestur kvöldsins var Chelsea goðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen og var honum við þetta tækifæri færð gjöf frá Chelsea klúbbnum sem þakklætisvottur fyrir hans framlag til Chelsea Football Club og Chelsea klúbbsins.

Þá var Eiður við þetta sama tækifæri útnefndur heiðursfélagi Chelsea klúbbsins og er hann sjötti einstaklingurinn sem verður þess heiðurs aðnjótandi.

Þá var Jóhann Sigurólason, yfirmaður gistisviðs og bókunarstjóri á Grand Hótel Reykjavík, einnig útnefndur heiðursfélagi Chelsea klúbbsins og eru heiðursfélagarnir þvi orðnir sjö alls.Var báðum þessum nýju heiðursfélögum Chelsea klúbbsins færð skjöl til staðfestingar útnefningunum auk blómvanda. Nánar má lesa um þá kappa á www.chelsea.is (Chelsea klúbburinn – Heiðursfélagar).

Veislustjórn var í höndum Ingvars J. Viktorssonar, sögur sagðar af skemmtilegum uppákomum sem klúbbfélagar höfðu upplifað sem Chelsea stuðningsmenn, myndasýning rúllaði á stóru tjaldi á meðan á samkomunni stóð auk þess sem Chelsea slagarar og önnur tónlist hljómaði í eyrum viðstaddra. Og ekki skemmdu glæsilegar veitingar úr eldhúsi Grand Hótels fyrir samkomugestum

Stjórn Chelsea klúbbsins þakkar öllum þeim sem áttu hlut að máli og gerðu þessa samkomu jafnglæsilega og raun bar vitni, sérstakar þakkir fá félagar í afmælis- og skemmtinefnd auk starfsfólks Grand Hótels.

Það eru svo fleiri viðburðir fyrirhugaður á afmælisárinu og verða þeir kynntir nánar í fyllingu tímans.

275931053 369827471668937 9038161771337224467 n-1

 

276034732 1866175233771562 5566772105286681699 n-1

 

276943848 5348429901882419 665038775206840203 n-2

 

276952448 1026605011535818 3210502199194426622 n-1

 

277047445 1100794060843618 5907886812688882155 n-1

 

277179672 641958190232457 7614381096377548693 n-1

 

Afmælisrit til heiðurs Ingvari sem verður áttræður þann 9. apríl

Þann 9. apríl verður ungmennið, Hafnfirðingurinn og Chelsea-aðdáandinn Ingvar Viktorsson 80 ára! Hver hefði svo sem trúað því?

Af þessu tilefni þjörmuðum við að Ingvari og linntum ekki látum fyrr en hann féllst á þá hugmynd okkar að gefið yrði út afmælisrit honum til heiðurs. Það verður stútfullt af skemmtilegum og fróðlegum sögum, m.a. frá æskuárum hans á Vífilsstöðum, starfsferli hans og félagsmálavafstri, auk þess sem sagðar verða magnaðar hafnfirskar gamansögur.

Bókin mun koma út í nóvember og aftast í henni verður Tabula Gratulatoria. Þar geta áhugasamir fengið nafn sitt (og sinna) skráð á heillaóskasíðu og um leið gerst áskrifendur að bókinni, sem mun kosta 6.900 krónur. Gjaldið verður innheimt í gegnum heimabanka, nema annars sé óskað, en skráningin fer fram á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 690-8595 (Erna).

Áskrifendur gefi upp: NAFN/NÖFN, HEIMILISFANG OG KENNITÖLU.

Bókin verður gefin út af Bókaútgáfunni Hólum en ritnefndina skipa; Guðmundur Árni Stefánsson, Lúðvík Geirsson og Guðjón Ingi Eiríksson.

Það væri vel þegið að þessari tilkynningu yrði deilt sem víðast svo að enginn missi nú af þessari bráðskemmtilegu bók sem nú er unnið af kappi að.

Sem sagt: DEILA, takk!

Frekari tilfærslur á leikjum Chelsea í apríl vegna sjónvarpsútsendinga

Fjórir leikja Chelsea til viðbótar í Úrvalsdeildinni í apríl hafa verið færðir til vegna beinna sjónvarpsútsendinga:

  • Leeds United vs Chelsea, fer fram á Elland Road sunnudaginn 17. apríl og hefst kl. 11:00, sýndur beint á SKY SPORTS.
    (Þessum leik gæti verið frestað ef Chelsea nær í undanúrslit ensku bikarkeppninnar).
  • Chelsea vs Arsenal, fer fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 20. apríl og hefst kl. 18:45, sýndur beint á SKY SPORTS.
    (Þessum leik var frestað á sínum tíma vegna þátttöku Chelsea í Heimsmeistarakeppni félagsliða).
  • Chelsea vs West Ham United, fer fram á Stamford Bridge sunnudaginn24. apríl og hefst kl. 13:00, sýndur beint á SKY SPORTS.
    (Þessi leikur kann að vera færður til ef Chelsea nær í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu).
  • Everton vs Chelsea, leikur liðanna sem var fyrirhugaður á Goodison Park laugardaginn 30. apríl hefur nú verið færður til sunnudagsins 1. maí og hefst hann kl. 13:00, sýndur beint á SKY SPORTS.
    (Þessi leikur kann að vera færður til verði Chelsea enn á meðal þátttökuliða í Meistaradeild Evrópu).

Fullt af fyrirvörum og ekki vitað um hvort nokkrir miðar verða í boði fyrir aðra en ársmiðahafa.

Chelsea klúbburinn á Íslandi 25 ára

Í dag, 16. mars 2022, eru liðin 25 ár frá stofnun Chelsea klúbbsins á Íslandi en þennan dag á því herrans ári 1997 komu saman í Ölveri 30–40 áhugasamir fylgismenn Chelsea Football Club hér á landi og stofnuðu formlega Chelsea klúbbinn á Íslandi.

Síðar þetta sama ár var Chelsea klúbburinn á Íslandi svo viðurkenndur af Chelsea Football Club sem opinber stuðningsklúbbur félagsins með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir og er svo enn í dag.

Hafa samskipti klúbbsins við móðurfélagið verið stöðug og með miklum ágætum í gegnum tíðina og nýtur íslenski klúbburinn þess heiðurs að vera einn af 32 Platinum klúbbum hjá Chelsea Football Club, er sá flokkur fullskipaður og komast færri þar að en vilja en alls eru opinberir stuðningsklúbbar Chelsea nú á annað þúsund og koma víðs vegar að úr heiminum.

Skráðir félagar í Chelsea klúbbnum á Íslandi í dag eru 410 og hafa aldrei verið fleiri.

Þess má geta að í kvöld leikur Chelsea seinni leik sinn gegn Lille í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu hvar liðið á titil að verja og er leikur liðanna sýndur í beinni útsendingu í Ölveri sem hefur verið „heimavöllur Chelsea klúbbsins á Íslandi" öll þessi ár að einu ári undanteknu og væri virkilega gaman að sjá sem flesta Chelsea félaga sem því geta komið við mæta í Ölver í kvöld.

Næstkomandi föstudagskvöld verður móttaka á Grand Hótel Reykjavík í tilefni afmælisins fyrir samstarfs- & styrktaraðila klúbbsins, heiðursfélaga og sérstaka velgjörðarmenn klúbbsins, starfsmenn og fyrrum stjórnarmenn undanfarin 25 ár.

Seinna á afmælisárinu stefnum við svo á veisluhöld fyrir félagsmenn Chelsea klúbbsins og munu þá væntanlega gamlar Chelsea kempur heiðra okkur með nærveru sinni, nánar um það síðar.

Til hamingju með daginn félagsmenn góðir.

Stjórnin.

Olía og bensín og allir fá afslátt - ekki veitir af

Nú þegar verð á eldsneyti er í hæstu hæðum er meiri þörf en nokkru sinni fyrr á að leita hagkvæmustu kjara varðandi eldsneytiskaup.

Við leyfum okkur að benda á að í flestum tilfellum er Orkan með lægsta verðið, svo ekki sé nú talað um ef viðskiptavinurinn ræður yfir Chelsea Orkulykli. Hvernig væri að verða sér út um slíkan lykil (ef þú ert ekki þegar búin/búinn að því) og styrkja í leiðinni við bakið á Chelsea klúbbnum um leið og þú tryggir þér lægsta eldsneytisverðið alla jafnan?

Hér á síðunni okkar er krækja inn á heimasíðu Orkunnar hvar þú getur pantað og skráð þig fyrir forkunnarfögrum Chelsea Orkulykli, ekki flókið, bara að drífa í hlutunum. Eða bara smellt hér og rúllað í lægra verð

Styrktu Chelsea klúbbinn með Orkulyklinum

Hvaða kjör færð þú?

  • 20 kr. í fyrstu 2 dælingarnar
  • 12 kr. hjá Orkunni
  • 20 kr. á afmælisdaginn
  • 15-20% afsláttur af bílatengdum vörum


Hvað fær Chelsea?

  • Orkan heitir 2.500 kr. á hvern lykil er nær 250 lítra veltu
  • 2 kr. á hvern lítra allan ársins hring

Middlesbrough og Chelsea 19. mars

Middlesbrough og Chelsea eigast við í fjórðungsúrslitum ensku bikarkeppninnar laugardaginn 19. mars n.k. og hefst leikur liðanna kl. 17:15, sýndur beint á BBC One og BBC iPlayer.

Leikurinn verður væntanlega einnig sýndur beint á íþróttarásum Stöðvar 2 Sport sem og í Ölveri.

Forkaupsréttur á miðum er til kl. 22:00 miðvikudaginn 9. mars 2022.

Norwich City vs Chelsea flýtt til 10. mars

Leik Norwich City vs Chelsea sem átti að fara fram laugardaginn 19. mars n.k. á Carrow Road hefur nú verið flýtt og verður þess í stað leikinn fimmtudagskvöldið 10. mars og hefst hann kl. 19:30, væntanlega sýndur beint á íþróttarásum Sjónvarps Símans.

Þessi tilflutningur kemur til vegna framgöngu Chelsea í ensku bikarkeppninni en Middlesbrough og Chelsea munu eigast við í fjórðungsúrslitum FA Cup á Riverside Stadium einhvern tíma á bilinu 18. – 21. mars en ekki hefur verið ákveðið enn sem komið er nánar um leikdag og leiktíma þeirrar viðureignar, sá leikur verður væntanlega sýndur beint á íþróttarásum Stöðvar 2 Sport.

Til gamans má geta þess að Chelsea Football Club fagnar því að 117 ár verða frá stofnun félagsins þann 10. mars n.k. og væri vel við hæfi að koma frá Carrow Road með þrjú stig í farteskinu í tilefni dagsins.