grand20222

Chelsea Women - fullkominn sigur

Chelsea Women fullkomnuðu keppnistímabilið 2020 – 2021 heima fyrir með öruggum sigri á Arsenal Women í úrslitaleiknum er fram fór á Wembley leikvanginum í dag að viðstöddum 41 þúsund áhorfendum.

Lokatölur urðu 3-0 fyrir Chelsea Women, Sam Kerr með tvö mörk og Fran Kirby með eitt mark og venju samkvæmt lögðu þær stöllur mörkin upp hvor fyrir aðra, hreint magnaður dúett!

Sigurinn var afar sanngjarn, Chelsea Women höfðu mikla yfirburði frá byrjun leiks til enda, óðu í færum og áttu m.a. skot í þverslá og stöng Arsenal marksins.

Okkar stúlkur unnu alla leiki sína í keppninni og það án þess að fá á sig mark, mögnuð frammistaða.

Og þar með unnu Chelsea Women alla þá titla sem í boði voru í meistaraflokki kvenna á Englandi keppnistímabilið 2020 – 2021, frábær árangur hjá frábæru liði.

Enn ein skrautfjöðurin í hatt Emmu Hayes, hins magnaða knattspyrnustjóra.

Til hamingju Chelsea stuðningsmenn og konur með þetta frábæra lið okkar.

Meistarakveðja.

Stjórnin.

Uppboð á áritaðri treyju frá 2010

Viltu eignast Chelsea treyju, áritaða af Englands- og bikarmeisturum Chelsea 2010?

Þá skaltu hafa hraðar hendur og bjóða í treyjuna á Fésbókinni Chelsea FC á Íslandi, tökum við tilboðum til kl. 20:00 annað kvöld, 2. desember 2021.

Við byrjum á 35 þúsund kr. Hæsta boð er bindandi.

Allur ágóði af uppboðinu rennur í Minningar- og styrktarsjóð Chelsea klúbbsins.

Meistarakveðja,

Stjórnin.

UPPBOÐI LOKIÐ!

Chelsea vörur fyrir alla

Nú bjóðum við áhugasömum að kaupa Chelsea vörur, tilvalin í „jólaskóinn“, í jólapakkann eða bara ...

Tekið er við pöntunum á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Upplýsingar um greiðslumáta verða svo sendar viðkomandi þegar pöntun hefur verið móttekin.

Pantanir póstlagðar næsta virkan dag eftir að greiðsla hefur borist frá kaupendum.

 

Aðalfundur Chelsea klúbbsins - samantekt fundar

Aðalfundur Chelsea klúbbsins fór fram á Grand Hótel Reykjavík síðastliðinn laugardag og var vel sóttur, 45 félagsmenn mættu til leiks og áttu notalega stund saman.

Dagskrá fundarins var að mestu hefðbundin, formaður klúbbsins flutti skýrslu stjórnar vegna starfsársins 2020 – 2021, þá var ársreikningur fyrir sama tímabil kynntur fundargestum, var skýrsla stjórnar og ársreikningur samþykkt samhljóma af fundargestum en fjármál klúbbsins eru í ágætu standi, þrátt fyrir óáran þá er dunið hefur yfir okkur á undanförnum misserum.

Ein breyting varð á stjórn klúbbsins, Vésteinn Örn Pétursson tók sæti Péturs Bjarka Péturssonar er sagði sig frá stjórnarstörfum í byrjun yfirstandandi starfsárs, aðrir er skipa stjórn eru Helgi Rúnar Magnússon, Karl Henrik Hillers, Kristján Þór Árnason og Pétur Pétursson.

Endurskoðendur klúbbsins, Sölvi Sveinsson og Þórður Óskarsson, voru endurkjörnir, sama gilti um meðlimi laganefndar, þá Birgi Ottó Hillers og Friðrik Þorbjörnsson. Stjórn klúbbsins mun svo skipa til viðbótar formann laganefndar á næsta stjórnarfundi.

Formaður fráfarandi laganefndar, Helgi Rúnar, kynnti drög að reglum um tilnefningar heiðursfélaga Chelsea klúbbsins og voru þau samþykkt einróma.

Í framhaldinu var svo Páll Ásmundsson tilnefndur heiðursfélagi Chelsea klúbbsins á Íslandi og er Páll fimmti félaginn úr röðum klúbbfélaga er verður þessa heiðurs aðnjótandi og er hann vel að tilnefningunni kominn. Var Páli afhent heiðursskjal tilnefningunni til staðfestingar auk forláta blómvandar.

Loks var svo dregið í happdrættum þeim sem eru fastaliðir á aðalfundi klúbbsins og hlutu 21 klúbbfélagi glaðning að þessu sinni.

Stjórn Chelsea klúbbsins þakkar fundargestum sem og þeim styrktaraðilum er lögðu okkur lið í tengslum við aðalfundinn kærlega fyrir þeirra framlag. Þá fá starfsmenn Grand Hótels einnig bestu þakkir fyrir glæsilegar veitingar, hjálpsemi og hlýtt viðmót.

Þá kann stjórnin Birgi Blomsterberg bestu þakkir fyrir að taka að sér fundarstjórn með mjög svo skömmum fyrirvara.Að loknum fundi var svo horft á leik Chelsea vs Burnley í beinni útsendingu frá Stamford Bridge og venju samkvæmt hitaði Willum Þór Þórsson upp fyrir leik með fundargestum, sama var upp á teningnum í leikhléi og leikurinn var svo fljótafgreiddur eftir að lokaflautan gall við, úrslitin vonbrigði en efsta sætið þó tryggt áfram næstu vikurnar hið minnsta.

Og líkt og ávallt fór Willum á kostum.

Stjórnin þakkar fyrir sig.

KTBFFH.

Brentford og Chelsea eigast við í fjórðungsúrslitum Carabao Cup

Brentford og Chelsea eigast við í fjórðungsúrslitum Deildabikarsins ( Carabao Cup ) miðvikudagskvöldið 22. desember n.k. á Brentford Community Stadium í London.

Chelsea hefur ákveðið að Loyalty Points reglan skuli gilda um miðakaup á þennan leik í forkaupsrétti okkar og þurfa félagsmenn að ráða yfir 5 Loyalty punktum til að vera gjaldgengir vegna miðakaupa á leikinn ætli þeir að nýta sér forkaupsréttinn sem er mjög skammur að þessu sinni eða til kl. 20:00 þriðjudaginn 16. nóvember.

Grunnverð miða er sem hér segir:

  • Adults: £30
  • Young Person (18-24): £15
  • Senior Citizens (65+): £15
  • Juniors (0-17): £10

Tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Chelsea Ladies í dag

Chelsea Women leika gegn Servette FCCF frá Sviss í Meistaradeild Evrópu í dag og hefst leikur liðanna sem fer fram í Sviss kl. 17:45.

Sjá má leikinn í beinni útsendingu á heimasíðu Chelsea, www.chelseafc.com,  á The 5th Stand app og Youtube rás DAZN Women's

Einnig er að finna leikinn á ýmsum streymisíðum, t.d. á vipleague.lc/

Eftir tvær umferðir í riðlinum eru Chelsea Women og Wolfsburg jöfn að stigum, bæði liðin hafa 4 stig, Juventus hefur 3 stig en Servette FCCF er án stiga.

Úrslit októbermánaðar í Tippleiknum

Nú liggja úrslit októbermánaðar í Tippleik Chelsea.is fyrir og deildu fimm Tipplingar með sér efsta sætinu. Að launum fá sigurvegar úr röðum félagsmanna gjafabréf frá Gleðipinnum og Rikka Chan. Þessir skipuðu efstu sætin í Tippleik Chelsea.is í október, allir með 11 stig:

  • abramovich
  • Herbert
  • Herra Æðislegur
  • vr
  • Fimmti Tipplingurinn er einnig með 11 stig í október en er ekki félagi í Chelsea klúbbnum og því ekki gjaldgengur er kemur að vinningum.


Það er óþarfi að geta þess að það kostar ekkert að taka þátt, bara að skrá sig, tippa og brosa.

tippstyrktaradilar