grand20222

Tilfærsla á leikjum í desember og janúar

Átta af leikjum Chelsea í Úrvalsdeildinni í desember og janúar hafa verið færðir til vegna beinna útsendinga í sjónvarpi:

Watford vs Chelsea, fer fram á Vicarage Road Stadium miðvikudagskvöldið 1. desember og hefst kl. 19:30, sýndur beint á Amazon Prime.

West Ham United vs Chelsea, fer fram á London Stadium laugardaginn 4. desember og hefst kl. 12:30, sýndur beint á BT Sport.

Chelsea vs Everton, fer fram á Stamford Bridge fimmtudaginn 16. desember og hefst kl. 19:45, sýndur beint á BT Sport.

Wolverhampton Wanderes vs Chelsea, fer fram á Molineux sunnudaginn 19. desember og hefst kl. 14:00, þessi leikur er EKKI sýndur beint á ensku sjónvarpsstöðvunum.

Aston Villa vs Chelsea, fer fram á Villa Park sunnudaginn 26. desember og hefst kl. 17:30, sýndur beint á SKY Sports.

Chelsea vs Brighton & Hove Albion, fer fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 29. desember og hefst kl. 19:30, sýndur beint á Amazon Prime.

Chelsea vs Liverpool, fer fram á Stamford Bridge sunnudaginn 2. janúar og hefst kl. 16:30, sýndur beint á SKY Sports.

*ATH. Leikjum Chelsea gegn Everton 15. desember og útileikur gegn Wolverhampton Wanderes 18. desember kann að vera frestað um óákveðinn tíma vegna þátttöku Chelsea í heimsmeistaramóti félagsliða sem upphaflega var fyrirhugað að færi fram í Japan dagana 9. – 19. desember.

Japanir hafa gefið frá sér að halda keppnina þetta árið vegna Covid-19 og hefur nýr keppnisstaður og mögulegir keppnistímar ekki enn verið ákveðnir af FIFA, ákvörðun ætti að liggja fyrir á morgun, 20. október, samkvæmt síðustu heimildum.

Chelsea klúbburinn styrkir Pieta samtökin

Í tilefni landssöfnunar Pieta samtakanna hefur Chelsea klúbburinn á Íslandi styrkt samtökin með framlagi að upphæð kr. 100.000.-

Píeta eru samtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. Einstaklingum sem óska eftir að styrkja samtökin með fjárframlögum er bent á heimasíðu samtakanna, www.pieta.is

Föstudagur 15. október 2021, dagur Bleiku slaufunnar.

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá konum og dagurinn er tileinkaður þessari mikilvægu baráttu.

Chelsea klúbburinn á Íslandi hefur nú lagt sitt af mörkum og veitt málefninu stuðning með 100.000 kr. framlagi til Krabbameinsfélags Íslands. Framlag okkar er tileinkað minningu þeirra félaga okkar, bæði kvenna og karla, sem hafa látist af völdum krabbameins.

Um leið viljum við skora á alla þá er lesa þessar línur að leggja góða málefni lið, annað hvort með því að kaupa Bleiku slaufuna eða með fjárframlagi til Krabbameinsfélagsins.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Krabbameinsfélagsins, www.krabb.is

Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.

Lýstu upp skammdegið og flaggaðu með stolti

Höfum á boðstólum einstaklega skemmtileg Chelsea ljós sem koma sér vel nú er skammdegið hellist yfir. Einnig bjóðum við upp á glæsilegan Chelsea fána með lykkjum sem fer vel á hvaða fánastöng sem er eða bara hvar sem er.

Pantanir sendist á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Varan er tilbúin til afhendingar degi eftir að pöntun og greiðsla hefur borist inn á reikning Chelsea klúbbsins. Varningurinn er afhentur að Breiðvangi 56, efri hæð, Hafnarfirði.

Sendingarkostnaður ef senda þarf vöruna til kaupanda er kr. 1.400.-

Bankareikningur 0133-15-200166.

Kennitala 690802-3840.

Meistarakveðja,

Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.

Aðalfundur 2021 á Grand Hóteli, 6. nóvember nk.

Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi 2021 verður haldinn í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 6. nóvember n.k. og hefst fundurinn kl. 13:00. Auk lögboðinnar dagskrár aðalfundar félagsins verður m.a. dregið í happdrættum Chelsea klúbbsins, venju samkvæmt eru í aðalflokknum nöfn þeirra er greiddu árgjald vegna yfirstandandi starfsárs fyrir fyrsta leik Chelsea í Úrvalsdeildinni á keppnistímabilinu, þá verður dregið í sérstökum flokki barna og unglinga og lokaflokkinn sem dregið er úr skipa þeir er mæta á aðalfundinn.

Veglegir vinningar að vanda!

Að fundi loknum verður svo fylgst með leik Chelsea vs Burnley í Úrvalsdeildinni í beinni útsendingu frá Stamford Bridge en leikur liðanna hefst kl. 15:00, valinkunnur leikrýnir mun væntanlega lesa í liðin og leikinn með fundargestum.

Líkt og áður verða veitingar í boði Chelsea klúbbsins á staðnum og til að auðvelda okkur sem og starfsmönnum Grand Hótels Reykjavíkur að áætla umfang veitinga viljum við biðja þá félagsmenn er hyggja á mætingu að senda okkur tölvupóst þar um á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi fimmtudaginn 4. nóvember n.k.

Athugið að eingöngu þeir sem greitt hafa árgjald til klúbbsins vegna yfirstandandi starfsárs er heimil þátttaka í fundinum.

Í tilefni fundarins býður Grand Hótel áhugasömum félagsmönnum upp á gistingu á hótelinu þessa sömu helgi á algjörum vildarkjörum, tveggja manna herbergi með morgunverði á kr. 18.900.- nóttin (9.450.- á mann), eins manns herbergi með morgunverði á kr. 16.100.-nóttin, góð herbergi með útsýni. Pantanir sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Minningar- og styrktarsjóðurinn gefur af sér

Fyrir utan það að vera hluti af Platinum stuðningsmannaklúbbi CFC á heimsvísu þá þykir okkur vænt um að geta aðstoðað okkar félagsmenn með miðakaup og geta greitt götu þeirra sem sækjast eftir aðstoð. Mest þykir okkur til koma að geta gefið af okkur í gegnum Minningar- og styrktarsjóð klúbbsins sem rekinn er með happdrætti, uppboðum og góðum styrktaraðilum. Þeim sé þökk.

Bráðlega verður Aðalfundur tilkynntur en þar munum við félagsmenn hittast og fara yfir árið sem er óvananlegt eins og eflaust margir geta tekið undir. Þó munum við síðar í vikunni afhenda einu góðgerðarmáli ávinning af ykkar stuðningi til góðra verka og vonum að sem flestir sjái sér fært að gera knattspyrnuáhuga ykkar að mannúðarmálum. Þau þurfa á okkur að halda og við á ykkur að halda.

KTBFFH

Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi

Um Minningar- og styrktarsjóðinn

 

Tipparar septembermánaðar

Ágætu Tipplingar.

Nú liggja úrslit septembermánaðar í Tippleik Chelsea.is fyrir og deildu tveir Tipplingar með sér efsta sætinu. Að launum fá sigurvegararnir gjafabréf frá Rikka Chan.

Þessir skipuðu efstu sætin í Tippleik Chelsea.is í september :

  1. Herbert 15 stig
  2. Jokanovic 15 stig
  3. Arnór Hillers 12 stig
  4. harkturos 12 stig
  5. stefhall 12 stig
  6. thorri 12 stig


Styrktaraðilar Tippleiksins eru American Bar, Eiriksson Brasserie, Gleðipinnar og Rikki Chan. Það er óþarfi að geta þess að það kostar ekkert að taka þátt, bara að skrá sig, tippa og brosa.

Með Tippkveðju,.

Umsjónarmenn.