grand20222

Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi 2022

Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi 2022 fer fram í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 1. október n.k. og hefst kl. 12:30.

Auk lögboðinnar dagskrár aðalfundar félagsins verður m.a. tilnefning heiðursfélaga og dregið verður í happdrætti Chelsea-klúbbsins, venju samkvæmt.

Að fundi loknum verður svo fylgst með leik Crystal Palace vs Chelsea í Úrvalsdeildinni í beinni útsendingu frá Selhurst Park en leikur liðanna hefst kl. 14:00.

Líkt og áður verða veitingar í boði Chelsea-klúbbsins á staðnum og til að auðvelda okkur sem og starfsmönnum Grand Hótels Reykjavíkur að áætla umfang veitinga viljum við biðja þá félagsmenn er hyggja á mætingu að senda okkur tölvupóst þar um á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi fimmtudaginn 29. september n.k.

Athugið að eingöngu þeir félagsmenn sem greitt hafa árgjald til klúbbsins fyrir aðalfund er heimil þátttaka í fundinum.

Í 11. grein laga Chelsea-klúbbsins segir m.a.:

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

a) Kosning fundarstjóra.

b) Skýrsla stjórnar vegna nýliðins starfsárs.

c) Reikningar félagsins vegna nýliðins reikningsárs.

d) Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.

e) Lagabreytingar.

f) Kosning formanns.

g) Kosning fjögurra stjórnarmanna.

h) Kosning tveggja endurskoðenda.

i) Kosning í laganefnd (Fundarheimur kýs tvo aðila í laganefnd og stjórn félagsins tilnefnir þann þriðja sem jafnframt skal vera formaður nefndarinnar).

j) Önnur mál.

Tuchel á leið til Bayern?

Thom­as Tuchel gæti verið næsti knatt­spyrn­u­stjóri Bayern München en hann var rek­inn frá Chel­sea á dög­un­um.

Ju­li­an Nag­els­mann, knatt­spyrn­u­stjóri Bayern München, er valt­ur í sessi eft­ir slæma byrj­un á leiktíðinni hjá Bayern. Liðið tapaði fyr­ir Augs­burg um helg­ina og er í fimmta sæti með tólf stig eft­ir sjö leiki.

Bild í Þýskalandi seg­ir leik­menn Bayern ósátta við aðferðir Nag­els­mann og að hann sé held­ur dug­leg­ur að gagn­rýna leik­menn, frem­ur en að taka ábyrgð sjálf­ur.

Miðil­inn grein­ir einnig frá að Tuchel sé mik­ils met­inn hjá for­ráðamönn­um Bayern, en hann hef­ur einnig stýrt Borussia Dort­mund og Par­ís SG.

Bömmer

Ágætu félagar.

Því miður fór nú svo að leik Chelsea vs Liverpool sem fyrirhugaður var næsta sunnudag hefur verið frestað um óákveðinn tíma, sjá fréttatilkynningu þar um er okkur barst rétt í þessu.

Væntanlega mun Chelsea Football Club bjóða fulla endurgreiðslu á miðum eða að hægt verði að nota miðana í þennan sama leik þá er hann fer fram.

„Sunday's fixture between Chelsea and Liverpool at Stamford Bridge has been postponed, the Premier League have confirmed".

Nánari upplýsingar vegna alls þessa síðar!

Potter mættur á Brúnna

Gra­ham Potter hef­ur verið ráðinn knatt­spyrn­u­stjóri Chel­sea. Þetta til­kynnti fé­lagið á sam­fé­lags­miðlum sín­um fyr­ir stundu en Potter, sem er 47 ára gam­all, skrifaði und­ir fimm ára samn­ing við Chel­sea.

Hann tek­ur við liðinu af Thom­asi Tuchel sem var rek­inn í gær en Potter hef­ur stýrt liði Bright­on í ensku úr­vals­deild­inni frá ár­inu 2019.

Tuchel rekinn!

Thom­as Tuchel hef­ur verið rek­inn sem knatt­spyrn­u­stjóri enska úr­vals­deild­ar­fé­lags­ins Chel­sea.

Þjálfarateymi Chelsea mun sjá um þjálfun liðsins og undirbúa komandi leiki okkar þar sem félagið fer á fullt í að ráða nýjan þjálfara.

Reece með nýjan samning

Reece James hef­ur fram­lengt samn­ing sinn við enska úr­vals­deild­ar­fé­lagið Chel­sea til næstu sex ára. Þetta til­kynnti fé­lagið á sam­fé­lags­miðlum sín­um í dag en James, sem er 22 ára gam­all, er upp­al­inn hjá fé­lag­inu.

Alls á hann að baki 128 leiki fyr­ir fé­lagið í öll­um keppn­um þar sem hann hef­ur skorað 10 mörk og lagt upp önn­ur 20. Hann varð Evr­ópu­meist­ari með liðinu árið 2021 en hann hef­ur verið lyk­ilmaður í varn­ar­leik liðsins und­an­far­in tíma­bil. 

James lék sinn fyrsta lands­leik fyr­ir Eng­land árið 2020 en alls á hann að baki 13 A-lands­leiki fyr­ir enska liðið.

Uppboð - Árituð treyja frá 2011-12

Viltu eignast Chelsea treyju, áritaða af nokkrum af Evrópumeisturum Chelsea 2012?

Þá skaltu hafa hraðar hendur og bjóða í treyjuna á Fésbókinni Chelsea FC á Íslandi.

Tökum við tilboðum til kl. 22:00 annað kvöld, 1. september.

Lágmarksboð kr. 35.000.-