Cadbury vefbordi 600x150px

Norwich City vs Chelsea flýtt til 10. mars

Leik Norwich City vs Chelsea sem átti að fara fram laugardaginn 19. mars n.k. á Carrow Road hefur nú verið flýtt og verður þess í stað leikinn fimmtudagskvöldið 10. mars og hefst hann kl. 19:30, væntanlega sýndur beint á íþróttarásum Sjónvarps Símans.

Þessi tilflutningur kemur til vegna framgöngu Chelsea í ensku bikarkeppninni en Middlesbrough og Chelsea munu eigast við í fjórðungsúrslitum FA Cup á Riverside Stadium einhvern tíma á bilinu 18. – 21. mars en ekki hefur verið ákveðið enn sem komið er nánar um leikdag og leiktíma þeirrar viðureignar, sá leikur verður væntanlega sýndur beint á íþróttarásum Stöðvar 2 Sport.

Til gamans má geta þess að Chelsea Football Club fagnar því að 117 ár verða frá stofnun félagsins þann 10. mars n.k. og væri vel við hæfi að koma frá Carrow Road með þrjú stig í farteskinu í tilefni dagsins.

Luton Town - miðamál

Luton Town og Chelsea eigast við í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar og fer leikur liðanna fram á Kenilworth Road, heimavelli Luton Town, miðvikudagskvöldið 2. mars n.k. og hefst hann kl. 19,15.

Chelsea Football Club hefur ákveðið að sala miða á þennan leik falli undir Loyalty Points regluna og þarf 10 Loyalty punkta til í forkaupsrétti okkar sem er mjög skammur eða miðnættis fimmtudagsins 17. febrúar n.k.

Miðaverð á leikinn er í lægri kantinum,

  • GBP 28.- fyrir 75 ára og eldri,
  • GBP 30.- fyrir 65 – 74 ára,
  • GBP 34.- fyrir 22 – 64 ára,
  • GBP 26.- fyrir 19 – 21 árs,
  • GBP 23 fyrir 17 – 18 ára,
  • GBP 18.- fyrir 10 – 16 ára,
  • GBP 14.- fyrir 9 ára og yngri. 

Frjálst sætaval er á Kenilworth Road leikvellinum.

Tekið er við miðapöntunum í síma 864 6205.

Heimsmeistarar

12. febrúar 2022 var brotið blað í sögu Chelsea Football Club er karlalið félagsins tryggði sér sigur í Heimsmeistarakeppni félagsliða er liðið hafði betur 2-1 eftir framlengdan leik gegn Palmeiras frá Brasilíu í úrslitaleik keppninnar er fram fór í Abu Dhabi.

Þar með hefur karlaliða Chelsea Football Club unnið til allra þeirra titla sem í boði eru í keppnum félagsliða í heimi knattspyrnunnar, 12. febrúar 2022 verður skráður gylltu letri í sögu Chelsea Football Club.

Hamingjuóskir til allra þeirra sem fylgja Chelsea Football Club að málum, „WHERE EVER YOU MAY BE“ and Keep The Blue Flag Flying High!

Palestra áður en nú Palmeiras - andstæðingar okkar 12. febrúar 2022

Lið Palmeiras hefur aldarlanga sögu á bakvið sig og eru því andstæðingar okkar vel að því komnir að etja kappi við Chelsea FC um eina titilinn sem CFC hefur aldrei áður unnið. Verði það niðurstaðan að CFC vinni leikinn, þá eru allir titlar í höfn. Geri aðrir betur.

En hvaða saga er á bakvið Palmeiras?

Í upphafi 20. aldar ákváðu nokkrir ungir Ítalir að stofna félag sem hafði það að meginmarkmiði að stofna fótboltalið sem myndi vera fulltrúi ítalska samfélagsins og mæta stórum nöfnum knattspyrnuelítunnar í São Paulo. Rúmum þremur áratugum áður hafði Ítalía verið sameinuð. Það var þó ekki á allra vitorði hjá ítalskættuðum Brasilíubúum. Liðið nefndist Palestra.

Árið 1916 gekk liðið í aðaldeild borgarinnar São Paulo.og hélt af stað í sína fyrstu opinbera meistarakeppni. Strax árið, eða 1917, lenti liðið í öðru sæti í São Paulo fylkismeistaramótinu og mætti þar hinu dáða liði Corinthians í fyrsta sinn. Palestra vann þann leik 3–0 með þremur mörkum frá Caetano. 

Árið 1920 vann Palestra Italia meistaratitilinn í São Paulo fylki með sigri á hinu hrikalega liði, Paulistano, í úrslitaleiknum um titilinn.

Í dag er Palmeiras sigursælt lið sem þann 27. nóvember 2021 vann Palmeiras Copa Libertadores gegn Flamengo. Þetta var annar titill Palmeiras í röð á innan við ári og sá þriðji í sögu sinni í keppninni.

Það er því ljóst að Palmeiras á sína sögu og er því til alls líklegt að standa vel í okkar mönnum.

Nánar má kynna sér aldargamla sögu liðsins á vefsíðu Wikipedia.

Tilfærsla á leikjum í mars 2022

Leikur Chelsea vs Newcastle United sem fyrirhugað var að færi fram á Stamford Bridge laugardaginn 12. mars n.k. hefur nú verið færður til sunnudagsins 13. mars og hefst hann kl. 14:00, sýndur beint á SKY Sports.

Þá hefur leik Norwich City vs Chelsea sem fyrirhugað var að færi fram á Carrow Road 19. mars verið flýtt til fimmtudagskvöldsins 10. mars n.k.

Chelsea vs Plymouth Argyle, miðapantanir

Chelsea tekur á móti liði Plymouth Argyle í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar og fer leikur liðanna fram á Stamford Bridge laugardaginn 5. febrúar og hefst hann kl. 12:30, sýndur beint á BBC.

Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur, nánar tiltekið til kl. 20:00 mánudaginn 17. janúar n.k., eingöngu er tekið við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Miðaverð er mjög hófstillt, grunnverð GBP 32.- fyrir fullorðna, GBP 17.- fyrir ellilífeyrisþega (65 ára og eldri) og börn og unglinga (19 ára og yngri), sama verð í allar stúkur, miðar í Shed Lower og Shed Upper þó ekki í boði.

Meistarakveðja,

Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi

Tilfærsla á leikjum í febrúar 2022

Fari svo að Chelsea nái ekki í úrslitaleik Carabao Cup sem fram fer á Wembley Stadium sunnudaginn 27. febrúar n.k. mun Chelsea engu að síður eiga leik þennan sama dag en leikur Chelsea vs Leicester City í Úrvalsdeildinni sem var fyrirhugaður laugardaginn 26. febrúar hefur verið færður til sunnudagsins 27. febrúar kl. 14:00, leikurinn sem fer fram á Stamford Bridge verður sýndur beint á SKY Sports.

Það liggur svo fyrir að kvöldi 12. janúar n.k. að loknum seinni leik Chelsea og Tottenham Hotspur í undanúrslitum Carabao Cup hvort Chelsea á leik á Stamford Bridge kl 14:00 eða Wembley Stadium kl. 16:30 sunnudaginn 27. febrúar 2022.

Athugið að forkaupsréttur okkar á miðum á leik Chelsea vs Leicester City er til og með sunnudagsins 9. janúar n.k., eingöngu er tekið við miðapöntunum á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.